Saltfiskurinn frá Ekta fiski – þessi gamli góði

Við leggjum mikinn metnað í saltfiskinn okkar og vinnum hann eins og við lærðum af Trausta afa sem stofnaði fyrirtækið árið 1940. Það þýðir að við sprautusöltum ekki fiskinn heldur söltum hann í stæður og leyfum honum að liggja og verkast í nokkra mánuði. Við notum einungis hágæða matarsalt og endurröðum og söltum yfir tímabilið.

Að því loknu er hann útvatnaður á sérstakan hátt, með íslensku vatni og pakkaður í handhægar umbúðir.

Saltfiskurinn okkar er í megin dráttum tvennskonar:

1 Hefðbundni saltfiskurinn, þessi gamli góði, er útvatnaður þannig að hann er tilbúinn í pottinn og er frábær með kartöflum og smjöri eða hömsum.

2. Hins vegar er það sérútvatnaði saltfiskurinn sem er, eins og nafnið gefur til kynna útvatnaður lengur og er orðinn bragðdaufari. Hann er frábær í alla rétti sem eru kryddaðir með öðrum hráefnum og hinn hefðbundni saltfiskur yrði of bragðsterkur.

Það er mjög mikilvægt að velja rétta hráefnið miðað við hvað maður ætlar að elda. Við mælum eindregið með sérútvatnaða saltfisknum á saltfiskpizzuna.

Við seljum einnig óútvatnaðan saltaðan fisk sem tilvalið er að senda vinum og ættingjum erlendis. Leiðbeiningar um útvötnun má finna hér á vefnum okkar.

Saltfiskur ektafiskur

 

Pantaðu fiskinn hér!

Sending á næstu starfsstöð Flytjanda innifalin, sent og afhent frosið.

 • Lomos Extra – Stórar útvatnaðar saltfisksteikur 5 kg

  15.900kr. með vsk.
 • Lomos selectos – Sérvaldar minni útvatnaðar saltfisksteikur – 5 kg

  14.800kr. með vsk.
 • Útvatnaður saltfiskur til suðu, tilbúinn í pottinn.

  14.600kr. með vsk.
 • Léttsaltaðar gellur – 5 kg

  14.600kr. með vsk.
 • Óútvatnaður saltfiskur 5 kg

  13.800kr. með vsk.
 • Saltfiskfiðrildi – 5 kg

  7.990kr. með vsk.
 • Útvötnuð þunnildi – 5 kg

  7.990kr. með vsk.
 • Útvatnað saltfiskkurl – 5kg

  7.990kr. með vsk.
0
  0
  Your Cart
  Your cart is emptyReturn to Shop