Saltfiskur

Saltfiskur ektafiskur

Saltfiskurinn okkar er tvennskonar:

1 Hefðbundni saltfiskurinn, þessi gamli góði, er útvatnaður þannig að hann er tilbúinn í pottinn og er frábær með kartöflum og smjöri eða hömsum.

2. Hins vegar er það sérútvatnaði saltfiskurinn sem er, eins og nafnið gefur til kynna útvatnaður lengur og er orðinn bragðdaufari. Hann er frábær í alla rétti sem eru kryddaðir með öðrum hráefnum og hinn hefðbundni saltfiskur yrði of bragðsterkur.

Það er mjög mikilvægt að velja rétta hráefnið miðað við hvað maður ætlar að elda. Við mælum eindregið með sérútvatnaða saltfisknum á saltfiskpizzuna.