Veitingahús – Baccalá Bar

Velkomin á Baccalá Bar!

Fyrir nokkrum árum útbjuggum við fullkomið hátækni iðnaðar eldhús í gamla frystihúsinu á Hauganesi, sem hafði staðið nánast autt í fleiri ár. Við notuðum það til að elda ýmsa rétti bæði fyrir hópa sem koma og sækja okkur heim, eins höfum við sent fulleldaða rétti í mötuneyti.

Húsið er skemmtilega staðsett niðri við höfnina rétt hjá fiskhúsinu okkar. Sú hugmynd kviknaði síðan að stækka eldhúsið og opna veitingastað í viðbyggingunni. Núna er smíðinni lokið og við hlökkum til að taka á móti þér á frábærum veitingastað þar sem þú getur setið og snætt og notið útsýnisins inn fallega Eyjafjörðinn.

Í sumar verður opið á Baccalá bar alla daga nema mánudag, milli kl. 12-21. Eftir 5. september 2021 er lokað en opnum fyrir hópa sem panta með fyrirvara.

Nánari upplýsingar í síma 620 1035.

Pottarnir eru opnir alla daga 9:00-22:00

Alla jafna er lokað á veturna, nema fyrir hópa 20 manns eða fleiri. Hafið samband!

Fylgstu með Facebook síðunni okkar til að fá nánari upplýsingar um opnunartíma, matseðil og skemmtilega viðburði.

Matseðillinn er fjölbreyttur og þar má finna saltfiskrétt hússins, pizzur og hamborgara, fisk og franskar, salat, eftirrétti, ís og ýmsa drykki. Þú finnur hann á ektafiskur.is/menu


Verið velkomin!