Vörur

ekta-vorulisti

Þú getur sótt vörulistann okkar hér

Frá Ekta fiski getur þú verið fullviss um að fá ávallt fyrsta flokks fiskmeti af fjölbreyttum toga. Saltfiskurinn eins og afi gerði hann er okkar helsta vara en auk þess höfum við verið að prófa okkur áfram með fiskibollur og þeim hefur verið afskaplega vel tekið.

Allar vörur eru fullunnar og tilbúnar í pottinn, pönnuna eða á grillið.

Við viljum vekja sérstaka athygli á sérútvatnaða saltfisknum en hann er roðflettur og útvatnaður lengur en venjulegi saltfiskurinn, þannig að hann er tilvalinn í ýmsa rétti sem einnig eru kryddaðir. Sérútvatnaði saltfiskurinn er sérstaklega merktur og hentar ekki til suðu einn og sér eins og hefðbundni útvatnaði saltfiskurinn okkar.

Fiskurinn fæst hér:

Nettó, Kaskó, Samkaup Úrval og Samkaup Strax um allt land.
Hagkaup
Fjarðarkaup
Víðir
Kostur, Njarðvík
Miðbúðin, Seljabraut
Kassinn Ólafsvík
Melabúðin
Hlíðarkaup
Kaupfélag Skagfirðinga Skagfirðingabúð og Varmahlíð
Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Hvammstanga
Verslun Einars Ólafssonar, Akranesi
Iceland og 10-11
Jónsabúð, Grenivík

Krónan, Nóatún, Kjarval er eingöngu með saltfiskinn, ekki bollurnar.

Viltu panta?

Hafðu samband við okkur í netfangið, elvar@ektafiskur.is, hringdu í síma 466 1016, eða fylltu út formið á síðunni okkar.