Hauganes

Höfuðstöðvar og framleiðslustaður Ekta fisks er á Hauganesi í Eyjafirði.

Hauganes er lítið þorp í vestanverðum Eyjafirði, 22 km norðan við Akureyri og 12km sunnan við Dalvík. Þar búa um 100 manns. Hauganes tilheyrir Árskógsströnd og er hluti af sveitarfélaginu Dalvíkurbyggð. Aðra starfsemi á Hauganesi má nefna Whale Watching Hauganes og smábátaútgerðina Kussung. Frá Hauganesi sér yfir á Ytri-Vík ferðaþjónustu til suðurs, yfir til Grenivíkur til austurs og út í mynni Eyjafjarðar til norðurs.

Á Hauganesi er nýlegt tjaldsvæði sem er opið yfir sumartímann. Þar eru ný uppsett salerni og fyrirhuguð er uppbygging þar sem sandströndin í Sandvík, rétt sunnan við tjaldsvæðið, er í aðalhlutverki. Ströndin er grunn langt út í sjó að stórum hluta en aðstaða verður einnig góð til sjóbaða. Sturtuaðstaða er komin upp á tjaldsvæðinu.

Við þjóðveginn fyrir ofan Hauganes stendur Stærra-ÁrskógskirkjaÁrskógarskóli og Leikskólinn í Árskógi, ásamt íþróttasvæði Dalvíkur-Reynis.

[put_wpgm id=1]