Heitu pottarnir í Sandvíkurfjöru

Sandvíkurfjara við Hauganes er eina aðgengilega sandfjaran á Norðurlandi sem snýr móti suðri. Fjaran hefur löngum verið leikvöllur barnanna í þorpinu og þar sem hún er grunn langt út hitnar sjórinn á sólríkum góðviðrisdögum.

Í fjöruna höfum við sett upp tvo stóra heita potta, sem eru með sírennsli á heita vatninu, og búningsaðstöðu. Athugið að nú þarf armband til að fá aðgang að pottunum, það fæst á Baccalá bar og kostar 1.200 kr á mann á dag. Innifalin er andlitsgríma fyrir auknar sóttvarnir. Vinsamlegast nálgist armböndin áður en farið er í pottana. Pottarnir eru opnir frá 8-22 og ekki er heimilt að nota þá utan þess tíma nema láta vita og skrá ábyrgðarmann. Hafið samband við Baccalá Bar, s. 620 1035. Vöktun er á svæðinu með öryggismyndavélum en allir eru á eigin ábyrgð og við biðjum alla að ganga vel um, virða sóttvarnir og 2 metra regluna!

Heitu pottarnir í fjörunni hafa vakið verðskuldaða athygli, má þar nefna umfjöllun á mbl.is: Sjósund mót sólríku suðri og þegar Albert kíkti í heimsókn.