Um Ektafisk

 

Fyrirtækið Ektafiskur ehf á Hauganesi við utanverðan Eyjafjörð framleiðir útvatnaðan og beinhreinsaðan saltfisk í neytendaumbúðum ásamt öðru ljúffengu fiskmeti. Ektafiskur er brautryðjandi í slíkri framleiðslu og eina fyrirtækið sem framleiðir og dreifir slíkri vöru bæði í verslanir og til betri veitingahúsa um allt land sem og erlendis.

Framkvæmdastjóri Ektafisks er Elvar Reykjalín en hann er þriðji ættliður saltfiskverkenda á Hauganesi og framleiðir saltfiskinn samkvæmt þeim ströngu hefðum og aðferðum sem afi hans kenndi honum.

Hann er réttnefndur saltfiskkóngur Íslands og hefur hlotið viðurkenningar fyrir frumkvöðlastarf í matvælavinnslu.

 

Saga fyrirtækisins

Ektafiskur á rætur að rekja í sterkt fjölskyldufyrirtæki sem hafði unnið við saltfiskverkun allt frá árinu 1940. Árið 1991 var ákveðið að búa til vöruna Ektafisk og var það í fyrsta sinn sem landsmönnum var boðið upp á beinhreinsaðan útvatnaðan saltfisk í lofttæmdum umbúðum, tilbúnum í pottinn.
Árið 1994 fara fyrstu pokarnir af þessari vöru á markað á Spáni og samkvæmt útbreiddu blaði í Madrid, þar sem þekktur matreiðslumaður eldaði hann, fullyrti hann að þetta væri sennilega besti saltfiskur sem hægt væri að fá á Spáni.
Allar götur síðan hefur verið flutt út til Spánar, í misjafnlega miklu magni þó. En það var reyndar aldrei ætlunin að flytja út í miklu magni heldur selja hágæða vöru til þess hóps sem setur verðið ekki fyrir sig.

Árið 1997 er fyrirtækið brautryðjandi í því að bjóða veitingahúsum staðlaðar saltfisksteikur að hætti Spánverja og eru mörg bestu veitingahús landsins nú orðnir fastir áskrifendur að saltfiskinum frá Ektafiski.

Í upphafi árs 2006 var gamalt frystihús á Hauganesi keypt og því breytt í fullkomið eldhús sem stenst ströngustu kröfur í matvælavinnslu. Framleiðsla á tilbúnum réttum hófst í byrjun árs 2007 og þá ekki bara tilbúnum saltfiskréttum, heldur úr allskonar ljúffengu sjávarfangi. Veitingasalur var síðar byggður utan á húsið og eldhúsinu breytt í veitingastaðinn Baccalá bar.

Stefna og framtíðarsýn Ektafisks er að halda sig við gamla framleiðsluhefðina og bjóða áfram neytendum upp á fyrsta flokks saltfisk og aðrar sjávarafurðir sem standast allar kröfur um gæði og bragð.

Ektafiskur ehf.

Hafnargata 6
Hauganesi
621 Dalvíkurbyggð

Ektafiskur / Pantanir: 466 1016

elvar@ektafiskur.is

Kt. 621200-2750
Vsk nr. 69621

0
    0
    Your Cart
    Your cart is emptyReturn to Shop