Útvötnun á saltfiski

Ef þú ætlar að útvatna saltfisk þá skaltu hugsa hvernig þú ætlar að matreiða hann. Frá Ektafiski færðu bæði útvatnaðan og sérútvatnaðan saltfisk en þessar tvær gerðir af útvötnuðum saltfiski eru einmitt gerðar fyrir mismunandi eldunaraðferð. Saltfiskur til suðu í potti á að vera sterkari þar sem hann bæði útvatnast örlítið við suðuna og við viljum hafa afgerandi saltfiskbragð af honum. Saltfiskur til steikingar er útvatnaður lengur og verður þannig þéttari, bragðminni og hentar vel til að taka í sig bragð af öðru kryddi.

 

Útvötnun á saltfiski til suðu
1 kg af fullsöltuðum saltfiskbitum í 6 lítrum af köldu vatni í 48 tíma.

Að því loknu er hann settur í pott og soðinn í 8-10 mínútur.

 

Útvötnun á saltfiski til steikingar
1 kg af fullsöltuðum saltfiskbitum í 6 lítrum af köldu vatni í 48 tíma.
Að þeim tíma lokunum er vatninu hellt af, nýtt vatn sett á (6 lítrar) og látið liggja í 48 tíma í viðbót.

Hentar vel að steikja með kryddi, elda í ofni eða ofan á pizzuna.

0
    0
    Your Cart
    Your cart is emptyReturn to Shop