Veitingahús – Baccalá Bar

Baccalá BarVelkomin á Baccalá Bar!

Fyrir nokkrum árum útbjuggum við fullkomið hátækni iðnaðar eldhús í gamla frystihúsinu á Hauganesi, sem hafði staðið nánast autt í fleiri ár. Við notum það til að elda ýmsa rétti bæði fyrir hópa sem koma og sækja okkur heim, eins höfum við sent fulleldaða frosna rétti í mötuneyti.

Húsið er skemmtilega staðsett niðri við höfnina rétt hjá fiskhúsinu okkar. Sú hugmynd kviknaði síðan nýverið að stækka eldhúsið og opna veitingastað í viðbyggingunni. Núna er smíðinni lokið og okkur hlakkar til að taka á móti þér á frábærum veitingastað þar sem þú getur setið og snætt og notið útsýnisins inn fallega Eyjafjörðinn.

Það er lokað í vetur, frá 1. september og fram á vor nema fyrir hópa sem panta fyrirfram í netfanginu elvar@ektafiskur.is. Eins gætum við tekið upp á því að hafa sérstök kvöld – fylgstu með Facebook síðunni okkar til að fá nánari upplýsingar um skemmtilega viðburði. Síminn á Baccalá Bar er 466 1035.

Matseðillinn er fjölbreyttur og þar má finna saltfiskrétt hússins, fiskisúpu, plokkfisk, fisk og franskar, salat, vöfflur, ís og ýmsa drykki s.s. bjór frá Kalda, kaffi, gosdrykki og fleira.

Skoðaðu matseðilinn hér (smelltu á myndina til að stækka)!


Sækja PDF

Verið velkomin!