Gullkistan – gjafavara

Saltfiskur skipar gríðarlega stóran sess í atvinnusögu Íslendinga. Það má segja að saltfiskur hafi í áratugi verið gull okkar Íslendinga.
Gullkistan frá Ekta fiski er þurrkaður, óútvatnaður saltfiskur í loftþéttum poka og gjafaöskju úr við. Hún er tilvalin gjöf handa vinum og vandamönnum í útlöndum.
Saltfiskurinn í gullkistunni, er unnin úr ferskum afbragðs þorski, veiddum í tærum, ísköldum sjó við Ísland. Að framleiða og verka góðan saltfisk er mikið handverk og tekur langan tíma, eða frá 3. til 12 mánuðum. Að okkar áliti ert þú með í höndunum besta saltfisk í heimi.

Í Gullkistunni er lítill bæklingur með sérvöldum uppskriftum og leiðbeiningum um hvernig þú skalt útvatna saltfiskinn þannig að hann sé tilbúinn til matreiðslu.

Leiðbeiningar
Takið alla þurrkuðu bitana úr umbúðunum og leggið í skál með 1,5 l af vatni. Skiptið um vatn eftir sólarhring og látið fiskinn liggja í nýja vatninu í tvo sólarhringa.
Þannig minnkar saltmagnið í fiskinum og hann verður tilbúinn beint í pottrétti eða til steikingar á pönnu.

Ef á hinsvegar að sjóða bitana í vatni á hefðbundinn hátt, látið þá bitana liggja í 1,5 l af vatni í tvo sólarhringa, þá er fiskurinn tilbúinn til suðu.

Hafðu samband við okkur í ekta@ektafiskur.is eða í síma 466-1016 ef þú vilt nánari upplýsingar um Gullkistuna.