Ekta fiskur fékk viðurkenningu sem frumkvöðull ársins á sýningunni Matur-inn, sem haldin var í Verkmenntaskólanum á Akureyri þann 13. og 14. október 2007.
Fyrir sýningunni, sem var tileinkuð norðlenskum mat og matarmenningu, stóð félagið Matur úr héraði – Local Food og tóku um 60 norðlenskir sýnendur þátt í henni. Aldrei áður hafa jafn margir norðlenskir aðilar sem koma að mat og matarmenningu komið saman í einum viðburði og eru allir hæstánægðir með hvernig til tókst, en talið er að yfir 10 þúsund manns hafi lagt leið sína á sýninguna. Sýningin var haldin í fyrsta sinn árið 2005, en stefnt er á að halda hana annað hvert ár, og velja frumkvöðul ársins í hvert sinn.

Við hjá Ekta fiski lítum á þessa viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf sem mikla hvatningu fyrir okkar störf og mikinn heiður, og þökkum fyrir heilshugar. Við viljum jafnframt óska sýningarhöldurum innilega til hamingju með frábæra sýningu.

0
    0
    Your Cart
    Your cart is emptyReturn to Shop