Fátt finnst okkur betra en heitur saltfiskplokkari með þrumara á kantinum. Hér er
einföld og góð uppskrift fyrir tvo til þrjá sem við þreytumst seint á að mæla með.

 • 500gr útvatnaður saltfiskur
 • 1 laukur
 • 1 púrrulaukur
 • 1 askja rjómaostur
 • 1 lítill gráðostur
 • 1 rjómaostur með kryddblöndu
 • Ostur
 • Gulrætur eða stenselja
 • 300gr kartöflur
 • Mjólk
 • Rúgbrauð og smjör

Hitið ofninn í 200°. Sjóðið saltfiskinn og kartöflurnar og skerið í bita. Saxið
laukinn og púrrulaukinn smátt og látið sjóða í mjólkinni (látið fljóta vel yfir).
Bætið gráðostinum og rjómaostinum út í mjólkina og sjóðið í jafning. Setjið
saltfiskinn út í ásamt kartöflunum, hrærið saman gætilega og hellið í eldfast fat.
Rífið svo ostinn yfir.

Bakað í ofninum í um 10-15 mínútur eða þar til osturinn er orðin brúnaður.
Takið fatið út og stráið rifnum gulrótum yfir eða skreytið með steinselju.

Borið fram með rúgbrauði og smjöri.

Verði ykkur að góðu!

0
  0
  Your Cart
  Your cart is emptyReturn to Shop