Takk fyrir fiskidaginn 2013

Fiskidagurinn Mikli á Dalvík er alveg magnaður viðburður. Okkur finnst frábært að fá að taka þátt og núna í ár gerðum við risapizzur í samstarfi við Greifann og Promens. Pizzan sem er með sérútvötnuðum saltfiski frá Ekta fiski, ólífum, tómötum og sweet chili sósu var 5 fermetrar að stærð og bakaðar voru 14 slíkar pizzur í hverfissteypuofni hjá Promens.

Uppskrift að saltfiskpizzunni má finna hérna!