Skilmálar

Framleiðandi

Framleiðandi er Ektafiskur ehf. Hafnargata 6 621 Hauganesi. Kt. 621200-2750. Netfang: elvar@ektafiskur.is

Ektafiskur hefur öll tilskilin matvinnsluleyfi.

 

Ábyrgð, skila- og skiptaréttur

Öflugt gæðaeftirlit er hjá Ektafiski og við leggjum okkur fram um að búa til hágæðavöru. Ekki er hægt að skila matvöru en við viljum endilega fá að vita ef þú telur einhverja galla vera á vörunni, innan fyrningarfrests hennar, og ef svo reynist þá endurgreiðum við vöruna. Hafðu samband við okkur í síma 466 1016 eða netfanginu elvar@ektafiskur.is og við leysum málið saman.

Öll verð eru birt með fyrirvara um villur og framboð með fyrirvara um uppselda vöru. Ef vara er uppseld þá munum við hafa samband við þig í síma þannig að þú getir ákveðið hvort þú bíðir að hún verði fáanleg aftur eða fáir endurgreitt.

 

Afhendingarmáti

Pantanir fara frá okkur út úr húsi næsta eða þarnæsta virka dag eftir að pöntun hefur verið gerð. Við sendum með Flytjanda þar sem um frosna matvöru er að ræða og þar gilda þeirra afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar. Sendingarkostnaður að næstu starfsstöð Flytjanda er innifalinn. Við áskiljum okkur rétt á að breyta verði án fyrirvara í takti við gjaldskrá Flytjanda. Eftir að frystivara hefur verið afgreidd frá Flytjanda er það á ábyrgð kaupanda að koma vörunni aftur í frysti. Ekki er mælt með að endurfrysta matvöru sem hefur þiðnað. Engin ábyrgð er tekin á vöru sem hefur skemmst vegna uppþíðingar eftir að hún var afhent frá frystigeymslu Flytjanda.

Með því að setja inn GSM númer með pöntun færðu SMS skilaboð þegar vara er tilbúin til afhendingar hjá Flytjanda.

Trúnaðarupplýsingar
Ektafiskur býður viðskiptavinum að útbúa aðgang til að geyma upplýsingar sem þeir gefa upp í tengslum við viðskiptin, þó aldrei greiðslukortaupplýsingar. Meðferð allra persónuupplýsinga er í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd. Aðeins eigendur og umsjónaraðilar vefsins hafa aðgang að þeim vegna viðkomandi viðskipta og eru þær aldrei veittar þriðja aðila. Sjá persónuverndarskilmála og vafrakökur.

Greiðslur

Allar vörur eru í íslenskum krónum (ISK) og með vsk. Hægt er að greiða með greiðslukorti í gegnum greiðslusíðu Valitor og við tökum við VISA, Mastercard og Maestro kort. Kortanúmerin eru dulkóðuð og vefurinn hýstur í öruggu umhverfi. Við geymum engar upplýsingar um kortanúmer.

Lög og varnarþing

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur Ektafiski á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá Héraðsdómi Norðurlands Eystra.

 

0
    0
    Your Cart
    Your cart is emptyReturn to Shop