1 kg. útvatnaður saltfiskur
2 dósir niðursoðnir tómatar
1 dós tómatpuré
3 feit og pattaraleg hvílauksrif
1 zucchini
1 blaðlaukur
græn og gul paprika
1 matsk. timian
1/2 búnt fersk steinselja
nýmalaður góður pipar
örlítið salt
hveiti
smjör og ólífuolía til steikingar

Skerið fiskinn í huggulega bita og sjóðið í nokkrar mínútur (7) og látið kólna örlítið. Takið svo með fiskispaða og látið kólna á diski.
Saxið það sem á að fara í sósuna og steikið, papriku, lauk og zucchini uns sveitt og mjúkt. Bætið þá hvítlauknum út í auk tómata og tómatpuré. Ef til er hvítvín þá má setja slettu út til hátíðarbrigða! Kryddið og látið malla, hrærið í reglulega.
Takið nú roð og bein af fisknum, kryddið hveiti með pipar og hitið ólífuolíu og smjör á pönnu. Veltið fiskbitunum upp úr hveitinu og steikið í smérinu uns fallega gyllt. Setjið þá bitana í eldfast mót og sósunni út á. Bakið þetta nú við 200 °C í 10 mínútur. Berið fram með salati og góðu brauði

0
    0
    Your Cart
    Your cart is emptyReturn to Shop