800 gr sérútvatnaður saltfiskur
hveiti, eftir þörfum
hvítur pipar

1/2 hvítlaukur
1/2 dl olía
1 dós niðurskorinn tómatur
1 krukka svartar ólífur
1 rauðlaukur
1/2 krukka kapers
1/2 krukka feta ostur í olíu

Þerrið fiskinn og veltið upp úr hveiti og pipar
Brytjið hvítlaukinn mjög smátt og mýkið örlítið í olíunni, veltið saltfisknum uppúr í smástund.

Setjið fiskinn í eldfast mót.
Dreifið tómatnum vel yfir saltfiskinn, sneiðið ólífur og rauðlauk og dreifið yfir auk kapers og að lokum feta ost. Ekki spara olíuna.

Bakið í ofni við 180°C í ca 10-12 mínútur

0
    0
    Your Cart
    Your cart is emptyReturn to Shop