ensalada-de-bacalao-ahumado-y-doble-tomate-modif

Hér er afara einfalt en ljúffengt salat sem við mælum með að þið prófið. Fyrir sex manns.

500 g saltfiskur – Sérútvatnaður
6 st. ætiþistill, skornir í 4-6 hluta
4 st. harðsoðin egg, skorin í báta
6 st. smáttskornir sólþurrkaðir tómatar
6 st. cherry tómatar (má líka nota rauða papríku)
12 st. svartar ólífur, skornar í sneiðar
2 msk. hvítvínsedik
4 msk. ólífuolía
50 ml. sítrónusafi
2 msk. fínt saxaður laukur
½ haus af jöklasalati
salt og nýmalaður pipar

Roðflettið saltfiskinn og skerið í fínar ræmur og leggið í ólífuolíuna með edikinu, sítrónusafanum, lauknum, sneiddum ólífunum og sólþurrkuðum tómötunum.
Kryddið til ef með þarf með salti og nýmöluðum pipar.

Komið jöklasalatinu fyrir í skál og blandið saltfiskinum saman við, skreytið með eggjunum og ætiþistlinum.

Berið fram kalt.

Verði ykkur að góðu! 😉

0
    0
    Your Cart
    Your cart is emptyReturn to Shop