Í þessari pönnu er stemningin við miðjarðarhafið komin beint á eldhúsborðið! Ekta franskur gourmet réttur með al íslensku hráefni, verður ekki betra!

Saltfiskpanna með tómötum, capers og ólífum

800 g útvatnaður saltfiskur frá Ektafiski
2 msk ólífuolía
2 hvítlauksrif söxuð
1 laukur, saxaður
3-4 stórir tómatar, skornir í bita
2 dl steinselja
2 tsk timían
pipar
20 svartar ólífur
2 msk kapers
1/2 sítróna

Steikið lauk í olíunni á pönnu. Bætið við hvítlauk.
Látið tómata, steinselju og pipar og sjóðið í nokkrar mínútur.
Bætið þá við ólífum og kapers
Skerið saltfiskinn í bita og raðið á sósuna, lokið og sjóðið þar til fiskurinn er soðinn.

Uppskrift frá Alberti hjá alberteldar.is

0
    0
    Your Cart
    Your cart is emptyReturn to Shop