Þessi saltfiskréttur á heima á hvaða veisluborði sem er! Þetta er bragðlaukaferðalag til miðjarðarhafsins. Ef þú ert að leita að góðum og öðruvísi rétti í matarboðið þá er þessi algjörlega málið!

Marokkóskur saltfiskur með engifer og saffran

6-800 g saltfiskur
1 dl söxuð steinselja
2 msk saxað kóríander
1/2 b ólífuolía
2 tsk paprikuduft
saffran
1 tsk engifer
1 sítróna
1 ds tómatar
2 hvítlauksrif, söxuð
1 tsk cumín
salt og pipar
2 gulrætur, skornar í bita
1 laukur, saxaður
1/2 b svartar ólífur

Blandið saman í skál steinselju, kóríander, olíu, papriku, saffran og engifer. Bætið við safa úr hálfri sítrónu. Marinerið fiskinn í þessu í einn til tvo tíma.

Léttsteikið lauk og gulrætur á pönnu bætið við tómötum, hvítlauk og cumín. Sjóðið í nokkrar mínútur eða þar til gulræturnar hafa mýkst.

Setjið þriðjunginn í botn á tagínu eða formi, raðið fiskinum á og restina af maukinu yfir. Dreifið ólífum yfir, setjið lokið á eða álpappír yfir. Eldið í ofni í um 20 mín eða þar til fiskurinn er soðinn í gegn.

Uppskrift frá Alberti Eiríkssyni, alberteldar.is

0
    0
    Your Cart
    Your cart is emptyReturn to Shop