Einföld og bragðgóð súpa sem hentar öllum og sérstaklega vel á köldum vetrarkvöldum.

Ítölsk saltfisksúpa

500 g saltfiskur, sérútvatnaður ef þú vilt minna saltfiskbragð
300 g kartöflur
1 skarlottulaukur
1-2 hvítlauksrif
1 msk saxað chili
3-4 msk olía
3 tómatar
1 ds niðursoðnir tómatar
1 dl ólífur

(salt) og pipar

Saxið laukinn og léttsteikið í olíunni, bætið við söxuðum hvítlauk og chili. Saxið tómatana og bætið við ásamt tómötum úr dós. Skrælið kartöflurnar og skerið í bita. Bætið við ásamt um 1/2 l af vatni (eða meira) og látið sjóða í um 20 mín eða þangað til kartöflurnar eruð soðnar. Skerið saltfiskinn í bita og bætið við ásamt ólífum. Sjóðið í nokkrar mínútur.  Saltið (ef þarf) og piprið.

Uppskrift frá Albert eldar

0
    0
    Your Cart
    Your cart is emptyReturn to Shop