Tjaldsvæði Hauganesi

Á Hauganesi er nýtt tjaldsvæði sem er opið yfir sumartímann bæði fyrir tjöld, stærri hýsi og húsbíla. Þar eru rafmagnstenglar, ný salerni og sturtuaðstöðu og stutt á veitingastaðinn Baccalá bar og heitu pottana í Sandvíkurfjöru. Tjaldsvæðið er á rólegum og skjólsælum stað og með tímanum verður hann í miðjum trjálundi þar sem búið er að gróðursetja í kringum svæðið.

Verð:

12 ára og eldri: 1.750 kr sólarhringurinn,
Yngri en 12 ára: 750 kr sólarhringurinn

Rafmagn 1.750 kr sólarhringurinn.
Aðgangur í pottana er ekki innifalinn.

Nánari upplýsingar í síma 892 9795

Greiddu fyrir tjaldsvæði Hauganesi

Hér geturðu greitt fyrir notkun á tjaldsvæði. Gildir í viku (upphafsdagur) frá kaupdegi. Ath, jafngildir ekki fráteknu stæði. Veljið fyrsta gest og fjölda nátta hér fyrir neðan og svo næsta gest eða rafmagn (og fjölda sólarhringa) í næsta skrefi. Vinsamlegast sýnið kvittunina eða gefið upp pöntunarnúmer þegar tjaldvörður biður um.