Albert Eiríksson heldur úti einum vinsælasta og flottasta uppskriftavef landsins, alberteldar.com – Við buðum honum í samstarf þar sem hann matreiðir dýrindis saltfisk frá okkur á nýjan og skemmtilegan hátt. Hann ákvað að skoða matreiðslu á saltfiski við Miðjarðarhafið og við byrjum á Grikklandi þar sem miðjarðarhafskryddin fá að njóta sín með íslenska saltfiskinum frá Ektafiski. Við hlökkum virkilega til að sjá hvað kemur næst.

Hérna kemur fyrsti rétturinn af mörgum, saltfiskur sem á uppruna í Grikklandi, með sítrónu og hvítlauk.

Takk Albert og verði ykkur að góðu!

Grískur sítrónu/hvítlauks saltfiskur frá Alberteldar.com

800 g saltfiskur frá Ektafiski – þú getur pantað fiskinn hér!
1/3 bolli hveiti
1 tsk kóríander
3/4 tsk paprikuduft
3/4 tsk cumin
1/2 tsk svartur pipar
5 msk sítrónusafi
5 msk ólífuolía
3-4 msk smjör
5 hvítlauksrif, marin
söxuð steinselja

Skerið saltfiskinn í bita.
Blandið saman í skál hveiti, kóríander, papriku, cumín.

Dýfið fiskinum í sítrónusafann, veltið síðan upp úr hveitinu og steikið á báðum hliðum í ólífuolíu á pönnu.
Bætið smjöri á pönnuna.
Blandið hvítlauk og steinselju saman við sítrónusafann og hellið á pönnuna.
Setjið soðnar kartöflur á pönnuna og steikið þangað til fiskurinn er gegnsteiktur.
Berið fram með grísku salati eða Kínóasalati.

0
    0
    Your Cart
    Your cart is emptyReturn to Shop