Þegar ég var lítill patti þá fylgdist ég með því þegar hrúgum af saltfiski var staflað upp, þær settar í strigapoka og saumað fyrir með risanál og stóru girni. Þessu var svo staflað upp í háar stæður og flutt á opnum vörubíl til hafnar þar sem sendingin fór út til Spánar eða Portúgal, þangað sem markaðurinn var hagstæðastur hverju sinni. Þetta frábæra hráefni gerði okkur kleift að lifa í landinu en mér fannst meðferðin á því vera heldur hrörleg og fannst það eiga skilið meiri virðingu.

Út frá þeirri hugsun bjó ég til vöru sem heitir Gullkistan.

Það er óútvatnaður saltfiskur í gjafaöskju, nóg í máltíð fyrir tvo, með leiðbeiningum um útvötnun á fjórum tungumálum.

Gullkistan fæst m.a. í Leifsstöð og er mjög vinsæll og óvenjulegur minjagripur frá Íslandi. Hún er líka tilvalin til að senda ættingjum og vinum erlendis, þar sem þetta er þurrvara og geymist lengi.

Skoðaðu Gullkistuna nánar hér!

 

 

0
    0
    Karfan þín