1 kg. saltfiskur – hnakkastykki frá Ektafiski
10 stk. tómatar
2 stk. laukar
100 g. ólífur
½ græn paprika
15 g. steinselja
1 dl. sherrýedik
½ dl. góð ólífuolía
svartur pipar úr kvörn
1 st. fíntskorið jöklasalat

Saltfiskurinn er rifinn fínt eða skorinn frosinn í áleggshníf. Jöklasalatið er lagt á fat og saltfiskurinn ofan á. Piparnum og lauknum er stráð yfir ásamt fínt saxaðri paprikunni. Ólífurnar eru skornar í tvennt og þeim einnig stráð yfir. Edikinu og olíunni er blandað saman og hellt yfir. Tómatarnir eru maukaðir og þeim jafnað yfir fatið.
Að endingu er saxaðri steinselju stráð yfir.

Einnig gott á grilluðu snittubrauði

0
    0
    Your Cart
    Your cart is emptyReturn to Shop