Tjaldsvæðið Hauganesi

 

Á Hauganesi er nýgert tjaldsvæði sem er opið yfir sumartímann bæði fyrir tjöld, stærri hýsi og húsbíla. Þar eru rafmagnstenglar, ný uppsett salerni og fyrirhuguð er uppbygging þar sem sandströndin í Sandvík, rétt sunnan við tjaldsvæðið, er í aðalhlutverki. Ströndin er grunn langt út í sjó að stórum hluta en aðstaða verður einnig góð til sjóbaða.

Sturtuaðstaða er komin upp við tjaldsvæðið.

Verð:

Fullorðnir, 14 ára og eldri: 1.000 kr sólahringurinn,
Eldri borgarar/öryrkjar: 800 kr sólarhringurinn
Frítt fyrir börn undir 14 ára

Rafmagn 1.000 kr sólarhringurinn,