Pages Menu
RssFacebook
Categories Menu

Heilsufiskibollurnar – Verslun

Most recent articles

Gullkistan, frábær tækifærisgjöf

Þegar ég var lítill patti þá fylgdist ég með því þegar hrúgum af saltfiski var staflað upp, þær settar í strigapoka og saumað fyrir með risanál og stóru girni. Þessu var svo staflað upp í háar stæður og flutt á opnum vörubíl til hafnar þar sem sendingin fór út til Spánar eða Portúgal, þangað sem markaðurinn var hagstæðastur hverju sinni. Þetta frábæra hráefni gerði okkur kleift að lifa í landinu en mér fannst meðferðin á því vera heldur hrörleg og fannst það eiga skilið meiri virðingu. Út frá þeirri hugsun bjó ég til vöru sem heitir Gullkistan. Það er óútvatnaður saltfiskur í gjafaöskju, nóg í máltíð fyrir tvo, með...

Ferðamannastraumurinn liggur í Ektafisk

Undanfarin ár hefur sá hópur sífellt farið stækkandi sem vill kíkja inn í fiskhúsið hjá okkur í Ekta fiski og það er bara frábært. Við höfum tekið á móti fólki í gegnum Local Food and Gourmet ferðirnar hjá Saga Travel og þær hafa mælst frábærlega vel. Þar segjum við frá merkilegri sögu fyrirtækisins, frá vinnsluferlinu og gefum fólki svo að smakka ýmiskonar góðgæti. Í heimsókninni er til dæmis boðið upp á kæstan hákarl og þeir sem hafa þor í að smakka hann fá inngöngu í hinn víðfræga og sívinsæla “Rotten Shark Club of...

Takk fyrir fiskidaginn 2013

Fiskidagurinn Mikli á Dalvík er alveg magnaður viðburður. Okkur finnst frábært að fá að taka þátt og núna í ár gerðum við risapizzur í samstarfi við Greifann og Promens. Pizzan sem er með sérútvötnuðum saltfiski frá Ekta fiski, ólífum, tómötum og sweet chili sósu var 5 fermetrar að stærð og bakaðar voru 14 slíkar pizzur í hverfissteypuofni hjá Promens. Uppskrift að saltfiskpizzunni má finna...

Landinn 2011

Landinn, frétta- og þjóðlífsþáttur á RÚV kíkti í heimsókn til saltfiskkóngsins hjá Ektafiski. Við sýndum þeim vinnslusalinn og fræddum þau um saltfiskvinnsluna. Endilega kíkið á umfjöllunina...

Umfjöllun úr Gestgjafanum frá 2005

Við fengum þessa umfjöllun eftir Margréti Blöndal senda um daginn, hún birtist í Gestgjafanum vorið 2005 og er hér birt með góðfúslegu leyfi höfundar. Ektafiskur – Fjórir ættliðir í saltfiski og sá fimmti í þjálfun! Hann var ekki nema 12 ára patti á skaki með pabba sínum þegar hann fór að gera athugasemdir við það að salfiskurinn væri allur fluttur út í 50 kílóa strigapokum. Það fer engum sögum af undirtektum viðstaddra en hann ákvað að þessu yrði að breyta og alla tíð síðan hefur það verið hrein hugsjón hjá Elvari Reykjalín að gera saltfiskinn aðgengilegan fyrir alla. Elvar á nú fyrirtækið Ektafisk sem afi hans lagði grunnin að...

Matur úr héraði 2009

Sýningin MATUR-INN var haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri helgina 2.-4. október 2009, í fjórða sinn. Óhætt er að segja að MATUR-INN 2009 sé hápunktur í norðlenskri matarmenningu. Sýningin er haldin af félaginu Mat úr Eyjafirði í góðu samstarfi við Þingeyska matarbúrið og Matarkistuna Skagafjörð. Að baki þessum félögum standa matvælaframleiðendur stórir sem smáir, veitingaaðilar, ferðaþjónustufyrirtæki, verslanir- og þjónustufyrirtæki – allt aðilar sem eiga það sammerkt að matur kemur við sögu í þeirra starfi. Ekta fiskur tók að sjálfsögðu þátt í sýningunni, en á síðustu sýningu árið 2007 fengum við frumkvöðlaverðlaunin sem okkur þykja mikill heiður. Fjölmargir viðburðir áttu sér stað á sýningunni, meðal annars matreiðslukeppni þjóðþekktra Akureyringa. Keppendur að...